Um okkur

We make food for life.

Fyrirtækið Livefood ehf. var stofnað í nóvember 2019 með það að markmiði að framleiða hágæða íslenska grænkera osta. Livefood festi kaup á iðnaðarhúsnæði í Hveragerði að Austurmörk 18 í febrúar 2022 sem hefur aðgengi að jarðvarma. Okkar stefna er skýr, að framleiða hágæða osta úr eins mikið af íslensku hráefni og aðstæður leyfa. Halda áfram að bera hugvit og hróður landsins sem víðast og sýna fram á að við erum í forgrunni meðal þjóða að bæta og breyta umhverfi okkar og venjum til hins betra. Ávinningur er að því fyrir okkar nær umhverfi á Suðurlandi að skapa störf og sérstöðu með hágæða matvöru sem er rétt að byrja að þróast um allan heim.

Kartöfluostarnir verða okkar sérstaða þá osta er Elli ostagerðameistari (já og Netflix stjarna svo því sé haldið til haga) búinn að þróa í þó nokkuð langan tíma þar sem áherslan var lögð á að geta framleitt plöntuost úr íslensku hráefni. Ostarnir og uppskriftir eru í stöðugri þróun til að gera eins góða osta og mögulegt er. Þessir ostar eru í grunninn framleiddir úr íslenskum kartöflum og unnir með mjólk sem við framleiðum úr íslenskum höfrum. Breytilegt er hvað við setjum í þessa osta þar sem notað eru árstíðabundnar vörur til að gera sem skemmtilegustu brögð hverju sinni. Þessa osta er hægt að rífa, sneiða og bræða og eru tilvaldir á ostabakkann, í matseldina, ofan á kexið eða sem gott gúmmulaði á salatið.

Hugmyndin okkar

Þróunarvinna hófst 2018 og fékk verkefnið styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands í seinni úthlutun sjóðsins það ár. Hugmyndin var einnig valin inn í vinnusmiðju Nordic Kitchen Iceland í nóvember 2018 sem leidd var af Evu Michalsen og öðrum frumkvöðlum í íslenskri matargerðarlist. Livefood ehf. var stofnað í nóvember 2019. Verkefnið fékk aftur styrk í seinni úthlutun SASS 2020. Verkefnið var valið í Startup Okídea 2021 og fékk 1 milljón í styrk samhliða þátttöku frá Landsvirkjun. Verkefnið hlaut 2 milljón króna styrk í júní 2021 frá Högum og í kjölfarið samning um aðstoð við framsetningu í búðir og auglýsingar. Verkefnið fékk 3 milljón króna styrk í september 2021 úr Matvælasjóði fyrir launakostnaði. Verkefnið fékk 300 þúsund króna styrk frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í október 2021. Í nóvember 2021 fékk Livefood samning við VMST um nýsköpunarráðningu í 6 mánuði. Í desember 2021 settum við af stað söfnun á Karolinafund og söfnuðum tæpum fjórum milljónum. Byggðastofun veitti Livefood veglegt nýsköpunarlán 2022 og fékk Livefood 750 þúsund króna styrk frá Uppbyggingasjóð Suðurlands í seinni úthlutun 2022. Allir þessir styrkir hafa svo sannarlega komið okkur áfram erum við þakklát fyrir alla þá hjálp sem við höfum fengið í gegnum þetta ferli.