Welcome to the first artisan plant based cheese makery of Iceland.

We make food for life

Livefood er fyrsta grænkera ostagerðin á Íslandi, staðsett í Hveragerði að Austurmörk 18.

Erlendur Eiríksson ostagerðarmeistari lærði grænkera ostagerð í Berlín 2018 og hellti sér svo í heljarinnar þróunarvinnu hér heima þar sem hann vildi nýta íslenskt hráefni sem auðvelt væri að nálgast í okkar nærumhverfi í ostana. Kartöflur voru svarið og hefur hann þróað dásamlega bragðgóða kartöfluosta sem hægt er að sneiða, bræða og rífa.

Allt er bara betra með VETA

− − − − −

Um okkur

Fyrirtækið Livefood ehf

Vantar aðstoð? Hafðu samband

info@livefood.is

var stofnað í nóvember 2019 með það að markmiði að framleiða hágæða íslenska grænkera osta. Livefood festi kaup á iðnaðarhúsnæði í Hveragerði að Austurmörk 18 í febrúar 2022 sem hefur aðgengi að jarðvarma. Okkar stefna er skýr, að framleiða hágæða osta úr eins mikið af íslensku hráefni og aðstæður leyfa. Halda áfram að bera hugvit og hróður landsins sem víðast og sýna fram á að við erum í forgrunni meðal þjóða að bæta og breyta umhverfi okkar og venjum til hins betra. Ávinningur er að því fyrir okkar nær umhverfi á Suðurlandi að skapa störf og sérstöðu með hágæða matvöru sem er rétt að byrja að þróast um allan heim.

Kæru viðskiptavinir
Vefverslunin okkar opnar ekki strax en þetta eru vörurnar sem við komum til með að selja. Hægt er að panta í gegnum netfangið fjola@livefood.is og sækja til okkar í Hveragerði þangað til.

Vörurnar okkar

STUÐNINGSAÐILAR